Gretsch Brooklyn Skoða sem PDF skjal Prenta út

 

altEkki er langt síðan að Gretsch fyrirtækið kynnti til sögunnar Brooklyn línuna. Brooklyn trommurnar eru framleiddar í Bandaríkjunum eins og USA Custom línan sem varla þarf að kynna og hafa yfir sér mjög svipað yfirbragð og USA Custom trommurnar.  Með Brooklyn línunni kynna Gretsch einnig nýja (gamla) gerð gjarða sem þeir kalla „302“. Þetta er  ný útgáfa af hinum svokölluðu „stick chopper“ gjörðum sem voru á flestum USA settum sem framleiddar voru fyrir 1960.

Brooklyn settin eru 6 ply sett og gerð úr blöndu af hlyn og ösp (maple & poplar) sem Ludwig Legacy línan er einnig gerð úr. USA Custom línan er afturámóti úr blöndu af hlyn og gúmmítré (maple & gum). Brooklyn settin eru grámáluð að innan, með 30 gráðu brúnunum sem Gretsch nota ávallt á dýrari sett.

Trommurnar koma í tvöföldum pappakössum, í kassa ofaní kassa, vafðar inní pappír og plast. Með settinu fylgir svo Gretsch stillilykill í litlum taupoka. Alveg eins og USA Custom. Flottur frágangur.

Það fyrsta sem maður tekur eftir við Brooklyn settin er að allur frágangur og smáatriði eru nánast eins og á USA Custom settunum. Þær eru heldur þyngri en USA settin (var með mitt eigið USA sett við hliðina til samanburðar) sem er dálítið sérstakt þar sem die-cast  gjarðirnar á USA eru mun þyngri en Brooklyn gjarðirnar.  Kannski eðlisþyngd skeljanna sem eru nánast af sömu þykkt og USA skeljarnar?

Settið sem ég fékk til prófunar er í eftirfarandi stærðum: 18x16“ bassatromma, 12x8“ tom, 14x14“ floor tom og 14x6.5“ sneriltromma.  Einu statífin sem fylgja er tom holder og floor tom lappir en Gretsch framleiða ekki statíf. Gjarnan fylgja statíf frá Gibraltar en það fyrirtæki er einnig í eigu Fender sem á Gretsch fyrirtækið.

Hvernig hljómar svo gripurinn?

Bassatromman:

Bassatromman kemur með coated Remo Powerstroke 3 á slaghliðinni og coated Remo Ambassador að framan með Gretsch lógói. Í lágri stillingu, ekkert inní trommuni til dempunar þá kom það mér á óvart hversu hljómmikil tromman er. Hún hljómar meira eins og 20“ bassatromma og hefur afar mikinn botn, mikið „punch“ og mikla viðveru.  Tónninn er lifandi, samt þéttur, kýlandi  og altsvolítið rokkaður. Það verður að segjast að þetta er með skemmtilegustu 18“ bassatrommum sem ég hef spilað á, alveg frábær.

Toms:

Tommarnir koma með coated Remo Ambassador að ofan, clear Ambassador að neðan. Þeir hafa mikið líf, resonera vel, mikið „punch“ og hljóma vel jafnt í lágri sem hárri stillingu. Borið saman við USA Custom þá hafa þeir meira „punch“ og eru eilítið bjartari og nútímalegri (ef það meikar sens) en samt hafa þeir þennan einkennandi Gretsch hljóm og eru greinilega náskyldir USA Custom. Auðvelt var að stilla trommurnar sem segir mér að brúnir eru góðar og sléttar.

Sneriltromman:

Sneriltromman er mjög næm og lifandi. Það er hægt að stilla hana í allar áttir og alltaf hljómaði hún vel þó mér fyndist hún í bjartari kantinum  (ég hef þá tilhneigingu til að fíla dökkan hljóm). Í hárri stillingu hafði hún alltaf undirliggjand botn. Hún sker vel í gegn ef maður neglir hana og þyrl er algjör draumur á þessari trommu. Í lágri stillingu er hún virkilega feit og djúsí og spilast vel. Það var gaman að sjá gamla Lightning gormaskiptinn á henni sem að Gretsch hafa boðið upp á síðan á sjötta áratugnum. Hann skilaði sínu verki vel. Þetta er afar fjölhæf sneriltromma og ég sé fyrir mér að hún henti í nánast allt, frá metal í jazz.

Niðurstaða:

Svona í samanburði við USA Custom þá er mýkra að spila á Brooklyn trommurnar. Þær hljóma ekki ósvipað en hafa annað bragð. Þéttari, bjartari og eilítið opnari.  Þetta eru hágæða trommur sem eru virkilega vel smíðaðar, áferðin falleg og allur frágangur til fyrirmyndar. En, þær hafa einn kost langt altumfram USA Custom. Þær kosta miklu minna, í raun nánast helmingi minna. Sem ég skil reyndar ekki alveg, en trúlega er ein skýringin að Brooklyn fást ekki í eins mörgum stærðum og USA Custom. Þess ber samt að geta að stærðum fer þó fjölgandi.

Semsagt; ef þig langar í „alvöru“ Amerískan Gretsch, þá eru  Brooklyn trommurnar algerlega að skila sínu og eru ekkert síðri. Að mínu mati eru þær í raun annað bragð af USA trommunum.

 

Verð:

12,14,18“ shell pack með tom holder: kr.310.000,-  Sneriltromma 14x6.5“ kr.72.900,-

Sölu og umboðsaðili:  Tónastöðin, Skipholti 50b  www.tonastodin.ishttp://www.gretschdrums.com/?fa=brooklyn

 

                                                                                                                   Halldór Lárusson Apríl 2013