Martin Davíð Jensen - Trommuleikari vikunnar Skoða sem PDF skjal Prenta út

 

altÞá er loskins kominn nýr Trommari vikunnar hjá okkur en það er orkuboltinn Martin Davíð Jensen úr hljómsveitunum Finnegan og Shogun. Martin hefur vakið athygli fyrir framúrskarandi trumbuslátt og hefur verið á fullu í upptökum bæði með Finnegan og Shogun. Við tókum hann tali:

Hvað varð til þess að þú byrjaðir að tromma?

Ég byrjaði í Tónlistarskóla Garðabæjar áður en ég náði unglinsaldri. man ekki hvað ég var gamall en örugglega 8 - 10 ára. Þar lærði ég undirstöðurnar, nótnalestur o.fl. Ég spilaði í lúðrasveit og skrúðgöngum, byrjaði ekki að spila í hljómsveit fyrr en ég varð 14 ára gamall. Tók þátt í músíktilraunum árið 2000 með Snafu. lenti í 2. sæti þar. Árið 2002 tók ég smá pásu frá spilamensku en tók svo kjuðana upp aftur 2004. Árið 2005 byrjaði ég að spila með Finnegan. Við tókum þátt í Global Battle of the bands og unnum og spiluðum í London á London Astoría seinna það sama ár. Ég tók við trymbilstöðu hjá metalbandinu Shogun árið 2008 og hef verið í þeim tveim hljómsveitum síðan þá.

Hverjir voru helstu áhrifavaldar þínir?

Áhrifin mín koma úr öllum áttum. Ég hlusta á allar gerðir af tónlist og gef öllu séns. Mér finnst mjög mikilvægt að vera opinn fyrir tónlistarstefnum. það er hægt að nýta sér eitthvað úr öllum stefnum. Uppáhalds trommarinn minn er án efa Ryan Parrish úr Darkest Hour. Einfaldleikinn og krafturinn heillar mig mest við hann. Fleiri trommarar eru t.d. Mike Mangini, Marco Minnemann, Johnny Rabb, Romain Goulon, Chris Pennie, Matt Greiner, Anders Meinahardt o.fl.
 
Hvað er á döfinni?
Finnegan eru nýkomnir úr Stúdíó 1 hjá Sýrlandi þar sem við vorum að taka upp nokkur lög til að kynna bandið og koma því á framfæri. Shogun voru að klára 6 lög í Sýrlandi sem við munum vonandi gefa út á netinu á næstunni og fylgja því eftir með tónleikaferð.
 
altHvernig græjur ertu að nota?

Ég spila á Tama Superstar 4piece sett. nota Vic Firth 5A kjuða. Remo Emperor X á toms, Remo Powerstroke á snare. Diskarnir eru Zildjian og einn gamall Paiste 14" K Custom Dark Hihat 16" A Custom Crash 18" K Custom Dark Crash 19" A Custom Crash 20" K Custom Session Ride 16" Paiste China. Svo ar allt hardwerið frá Tama sem og tvenndarfetillinn sem er Iron Cobra.

Áttu einhver holl og góð ráð fyrir þá sem eru að byrja?

Ég tel það mjög mikilvægt fyrir byrjendur að fá kennslu í tónlistarskólum eða frá reyndum trommara. Það er gott að hafa undirstöðurnar á hreinu. Hlusta mikið á allar gerðir af tónlist, spila mikið með allskonar tónlist og muna að hafa gaman af þessu. Spilagleðin finnst mér skipta miklu máli.
 
Takk Martin!